Um okkur

Við erum Norda.

Við erum Norda.

Hæ, gaman að sjá þig! Við erum hópur sérfræðinga sem nýtur þess að leysa krefjandi áskoranir og skapa framúrskarandi stafrænar lausnir. 

Vinna mikið – leika meira

Hjá Norda starfar fjölbreyttur hópur forritara, hönnuða, verkefnastjóra og sérfræðinga með áratugareynslu í hönnun, hugbúnaðarþróun og notendaviðmótum. Við erum metnaðarfull í öllu sem við gerum og leggjum okkur fram við að skapa heilbrigt starfsumhverfi þar sem öllum líður vel.

Fólkið okkar hefur unnið að fjölda verðlaunavefja og hefur bæði þekkinguna og drifkraftinn til að vinna tæknilega flóknar lausnir sem ekki bara virka, heldur líta líka vel út. Fyrst og fremst erum við samt skemmtileg. Við tökum okkur passlega alvarlega og skiljum mikilvægi þess að leika okkur að minnsta kosti jafnmikið og við vinnum.

Hljómar vel!  ég vera með?

Hljómar vel!  ég vera með?

Vinnustaður án fólks er bara herbergi með allt of mörgum stólum. Við erum sífellt með augun opin fyrir góðu fólki sem gæti mögulega verið púslið sem vantar í okkar samheldna hóp. Við auglýsum reglulega lausar stöður, en erum líka alltaf til í að hittast og spjalla.

Þetta erum við.