Um okkur

Við erum hópur sérfræðinga sem njótum þess  skapa framúrskarandi lausnir fyrir okkar samstarfsaðila.

Við erum hópur sérfræðinga sem njótum þess  skapa framúrskarandi lausnir fyrir okkar samstarfsaðila.

 Í nútímasamfélagi er stórum hluta dagsins varið í vinnunni, þess vegna leggjum við hjá Norda okkur fram við að skapa heilbrigt starfsumhverfi þar sem öllum líður vel.

Við erum frábær!

Okkur finnst það allavega. Við erum stolt af okkar fólki og höfum slípað saman fjölbreyttan hóp af sérfræðingum sem geta leyst allt sem þau taka sér fyrir hendur.

Síbreytilegur stafrænn heimur kallar eftir notendavænum lausnum og einföldu aðgengi að flóknum kerfum, þar kemur hönnunarteymi Norda sterkt inn. Með áratuga reynslu í hönnun á verðlaunavefjum og viðamikla þekkingu á hugbúnaðarþróun hjálpum við ykkur að ná afburðaárangri. 

Það skiptir sköpum að forritarar hafi sérhæfða þekkingu sem henta því verkefni sem unnið er að í hvert skipti. Hjá okkur starfar fjölbreyttur hópur forritara með ólíka þekkingu og reynslu. Við leggjum okkur fram um að velja þá réttu í teymið sem vinnur með þér.

Hvar værum við svo án verkefnastjóra? Eins og í öllum nútímafyrirtækjum reiðum við okkur á verkefnastjóra til að halda utan um hópinn, leiða saman þitt fyrirtæki og okkar til farsæls samstarfs. Þú átt eftir að kynnast þessari lykilmanneskju vel á meðan við vinnum að þínum lausnum.

Vilt þú vinna í skemmtilegu og lifandi umhverfi?

Vilt þú vinna í skemmtilegu og lifandi umhverfi?

Komdu og upplifðu!
Vinnustaðamenningin er frábær og við elskum það sem við gerum.

Þetta erum við.