Mínar síður fyrir alla kennara

Norda og Kennarasamband Íslands hafa átt í góðu samstarfi í nokkur ár og það samstarf tók á sig nýjan vinkil þegar við þróuðum í sameiningu “Mínar síður” fyrir félagsmenn þessa fjölmenna stéttarfélags kennara og skólastjórnenda.

Ráðgjöf

Hönnun

Notendaupplifun

Forritun

Umsókn

Notendavænu viðmóti var ætlað að auðvelda kennurum aðgang að mikilvægum upplýsingum og úrræðum. Markmiðið var að bjóða upp á einfalt, en um leið öflugt tól sem hægt er að nota til að sækja um styrki, fá yfirlit yfir stöðu umsókna, og tengjast starfsmönnum sambandsins á skilvirkan hátt.
Það er mikilvægt að eiga virkt samtal við notendur, hlusta á þarfir þeirra og búa til lausnir sem eru einfaldar, öflugar og ntendavænar. Góð lausn bætir aðgengi og samskipti milli félagsmanna og starfsmanna Kennarasambandis og býður upp á sveigjanleika fyrir framtíðarþróun.

Nýjar "Mínar síður" halda utan um og birta þá styrki sem félagsmenn eiga rétt á, leyfa þeim að sækja um fyrrnefnda styrki á eindaldan hátt og fylgjast með stöðu þeirra þegar kemur að afgreiðslu og útborgunum. Kerfið býður líka upp á kosningakerfi þar sem félagsmenn geta kosið í kosningum settum upp af starfsmönnum sambandins. Allar umsóknir og kosningar eru síaðar eftir aðildarfélögum þannig að starfsmenn sjá einungis þær upplýsingar sem eiga við þeirra skráningu. Í kjölfarið verður svo sett upp málakerfi sem eindaldar samskipti enn frekar og heldur utan um gögn félagsmanna, meira um það seinna.