Ekki geispa golunni

Ekki geispa golunni er öryggisátak sem vekur athygli á hættunni sem fylgir þreytu undir stýri og hvetur ökumenn til ábyrgra ákvarðana. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við markaðsstofuna Bien, Samgöngustofu, Eimskip og Vörð, þar sem okkar hlutverk var að hanna og þróa vef sem myndi bera boðskapinn áfram á áhrifaríkan og aðgengilegan hátt.

Ráðgjöf

Hönnun

Forritun

Þjónustugátt

Vefur

Áhrifarík framsetning fyrir mikilvæg skilaboð

Við byggðum vefinn í kringum kjarnaskilaboð átaksins: að minna ökumenn á að stoppa, hvíla sig og taka ábyrgð þegar þreyta gerir vart við sig. Með einföldu en kröftugu notendaviðmóti, litavali sem vekur athygli og skýru flæði náðum við að styðja við markmið átaksins – að skapa meðvitund sem leiðir til breyttrar hegðunar.

Hér kemur quote.

Starfsmaður - staða

Starfsmaður

staða

Samvinna sem skilaði markvissri lausn

Í nánu samstarfi við Bien var unnin lausn sem nær bæði til almennings og atvinnubílstjóra. Vefurinn miðlar ekki aðeins upplýsingum – hann virkar sem bein áminning í þágu öryggis. Lausnin er aðgengileg á öllum tækjum og hönnuð með einfaldleika, hraða og notendaupplifun að leiðarljósi.

Vantar þitt fyrirtæki nýjan vef?

Við elskum að sökkva okkur í margvíslegar, flóknar og skemmtilegar áskoranir, komast að kjarna málsins og skila þér árangri. Við leysum þetta saman – allt frá hugmynd í fullbúna hugbúnaðarlausn.