Nýr vefur sem fangar einstaka upplifun Lava Show

Lava Show býður upp á eina óvenjulegustu upplifun sem í boði er á Íslandi – lifandi sýningu með raunverulegu bráðnu hrauni. Fyrirtækið hefur vakið athygli bæði innanlands og utan fyrir frumleika og fræðslugildi sýningarinnar. Lava Show lagði mikla áherslu á að ný vefsíða endurspeglaði þessa einstöku upplifun og gerði gestum auðvelt að bóka miða, fá upplýsingar og tengjast vörumerkinu.

Ráðgjöf

Hönnun

Forritun

Þjónustugátt

Vefur

Nútímaleg vefsíða með skýru notendaflæði

Við unnum náið með teymi Lava Show til að skilja þarfir sýningarinnar og væntingar notenda. Lausnin var ný og nútímaleg vefsíða með einföldu, sjónrænt sterku viðmóti þar sem auðvelt er að rata, bóka og fá innsýn í það sem bíður. Áhersla var lögð á sterkt myndefni, hraða upplifun og skýrt flæði að miðakaupum – allt til þess að styðja við markmið Lava Show um að ná til ferðamanna og fræðastarfsemi.

Hér kemur quote.

Starfsmaður - staða

Starfsmaður

staða

Veflausn sem styður við vöxt og sýn

Með nýju veflausninni hefur Lava Show nú stafrænan vettvang sem styður við bæði sölu og vörumerki. Vefurinn skilar sér í betri miðasölu, aukinni sýnileika og bættri upplifun notenda – hvort sem þeir eru að bóka sýningu eða læra meira um hraun og eldfjöll. Verkefnið er dæmi um hvernig tæknilausn og frásögn geta unnið saman að því að lyfta upplifun og styðja við vöxt.

Vantar þitt fyrirtæki nýjan vef?

Við elskum að sökkva okkur í margvíslegar, flóknar og skemmtilegar áskoranir, komast að kjarna málsins og skila þér árangri. Við leysum þetta saman – allt frá hugmynd í fullbúna hugbúnaðarlausn.