Þjónustugátt fyrir viðskiptavini Myllunnar

Mylluna þekkja flestir Íslendingar enda hefur fyrirtækið verið leiðandi á íslenskum matvælamarkaði í áratugi. Myllan leggur ríkan metnað í að uppfylla fjölbreyttar þarfir viðskiptavina, ekki bara þegar kemur vörum og vöruþróun heldur einnig í þjónustu. Viljinn til veita gæða þjónustu kemur skýrt fram í stafrænni vegferð Myllunnar.

Ráðgjöf

Hönnun

Forritun

Þjónustugátt

Vefur

Grunnur kjörin lausn

Myllan leitaði til okkar í þörf á nýrri þjónustugátt, eða mínum síðum. Kröfulýsingin var í raun einföld - að veita viðskiptavinum Myllunnar stafrænan vettvang til að nálgast rafræna reikninga og hreyfingayfirlit með áherslu einfaldleika og notendavænt viðmót.

Þessar kröfur voru sniðnar að hugbúnaðarlausninni okkar Grunni sem var einmitt smíðuð til að geta uppfyllt sambærilegar þarfir viðskiptavina okkar á einfaldari og kosnaðarminni máta en nú þekkist. Þjónustugátt Myllunnar var tilbúin á örfáum vikum en líklega hefði hún verið mánuði í smíðum hefði hún verið sett upp frá grunni.

Uppsetning á þjónustugáttinni gekk hraðar en ég hefði nokkurn tímann þorað að vona. Allar tengingar við okkar viðskiptakerfi voru tilbúnar og gekk samþættingin snuðrulaust. Viðmótið er virkilega einfalt og notendavænt bæði fyrir viðskiptavini og starfsfólk.

Hörður Sigurjón Bjarnason - fjármálastjóri

Hörður Sigurjón Bjarnason

fjármálastjóri

Aukin ánægja með nýrri þjónustugátt


Þjónustugáttin verður fljótt virðissaukandi fyrir Mylluna jafnt sem viðskiptavini. Með henni eykst til muna aðgengi viðskiptavina að upplýsingum jafnt og möguleika á sjálfsafgreiðslu. Með hærra þjónustustigi fækka símtölum og tölvupóstum sem skilar sér í aukinni ánægja hjá bæði starfsfólki og viðskiptavinum.

Vantar þitt fyrirtæki þjónustugátt?

Með Grunni smíðum við fullbúna þjónustugátt fyrir fyrirtæki á kostnaðarminni og hraðvirkari máta en nú þekkist. Við höfum hafið innleiðingu á Grunni hjá fjölda viðskiptavina og hlökkum til að kynna kerfið fyrir þeim sem vilja bæta þjónustu sína enn frekar. Nánari upplýsingar á grunnur.is