Stafræn umsókn fyrir sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík

Hamfarirnar í Grindavík hafa alið af sér fjöldann allan af áskorunum og verkefnum þeim tengdum. Eitt þeirra verkefna datt inn á borð hjá okkur en í samstarfi við Stafrænt Ísland og Fasteignafélagið Þórkötlu unnum við stafrænt umsóknarkerfi fyrir sölu á íbúðarhúsnæði í Grindavík. Verðugt verkefni sem við erum virkilega stolt að hafa verið treyst fyrir.

Ráðgjöf

Hönnun

Forritun

Þjónustugátt

Vefur

Þegar náttúran krefst hraðra viðbragða

Kröfur og þarfir vakna upp af margvíslegum ástæðum, mis-alvarlegum eins og gefur að skilja, en stundum þarf að bregðast hratt og örugglega við aðstæðum sem erfitt er að eiga við. Eldgosið í Grindavík er þar gott dæmi, sjaldan erum við jafn hjálparvana og þegar náttúran tekur af okkur völdin. Frumvarp varðandi kaup ríkissjóðs á íbúðarhúsnæði Grindvíkinga var enn í vinnslu þegar við hófumst handa við að teikna upp mögulega ferla út frá upplýsingum sem lágu fyrir á þeim tímapunkti. Um leið og frumvarpið var samþykkt hófum við handa við forritun verkefnisins.

Hér kemur quote.

Starfsmaður - staða

Starfsmaður

staða

Samvinna sem skilaði skjótum árangri

Það er svo magnað að þegar allir eru af vilja gerðir og forgangsraða verkefnum í takt þá gerast hlutirnir. Stafrænt umsóknarkerfi fyrir Fasteignafélagið Þórkötlu var klárað á alveg ótrúlega skömmum tíma miðað við þær tengingar og tæknilegu áskoranir sem hverri umsókn fylgir. Í kjölfarið unnum við umbætur á kerfinu með það markmið að auka gæði þjónustu við vinnslu umsókna en fleiri hundruð umsóknir hafa nú verið sendar inn.

Vantar þitt fyrirtæki nýjan vef?

Við elskum að sökkva okkur í margvíslegar, flóknar og skemmtilegar áskoranir, komast að kjarna málsins og skila þér árangri. Við leysum þetta saman – allt frá hugmynd í fullbúna hugbúnaðarlausn.