Þjónusta
Gerum eitthvað geggjað saman.
Gerum eitthvað geggjað saman.
Norda er þinn félagi í hugbúnaðarþróun. Við bjóðum upp á alhliða hönnunar- og hugbúnaðarþjónustu með áherslu á notendamiðaða nálgun, öflug kerfi sem virka og fallega, flæðandi hönnun sem gleður augað. Við leggjum okkur fram við að skilja þig og þínar þarfir og breyta þeim í sérsniðnar lausnir sem henta þínu fyrirtæki. Leyfðu okkur að sjá um það sem við erum virkilega góð í, svo að þú getir einbeitt þér að þínu.

Notendaupplifun – UX
Settu fólk í fyrsta sæti
Settu fólk í fyrsta sæti
Góð þjónusta kemur ekki af sjálfu sér. Lykillinn að framúrskarandi notendaupplifun liggur í því að skilja þarfir og væntingar þinna notenda. Allt annað er bara gisk. Hjá Norda starfar einvalalið sérfræðinga sem hefur ástríðu fyrir því að skapa framúrskarandi notendaupplifanir sem hitta beint í mark. Við aðstoðum þig við að móta áskoranir, bera kennsl á tækifæri og skilja þarfir þeirra sem þú vilt ná til með árangursríkri samsuðu hönnunarhugsunar, stefnumótunar og greininga.
Notendaviðmót – UI
Falleg og flæðandi notendaviðmót
Falleg og flæðandi notendaviðmót
Hönnuðirnir okkar eru með víðtæka reynslu í því að hanna grípandi og notendavænar lausnir sem byggja á þörfum notenda. Hvort sem þig vantar lendingarsíðu, sérsniðna alhliða viðmótshönnun sem fellur að þínu vörumerki eða öflugt hönnunarkerfi sem þarf að skapa frá grunni þá erum við til staðar fyrir þig.
Samstarfið við Norda hefur gengið mjög vel. Starfsfólk hefur reynst okkur vel, eru fljót að klára verk og gera það vel. Forritarar verkefnisins hafa verið okkar 100% fólk, ávallt tilbúin að hjálpa öðrum teymismeðlimum og fá öll okkar meðmæli.
Bjarni Þór Kjartansson & Perla Þrastardóttir - Verkefnastjórar hjá Reykjavíkurborg
Verkefnastjórar hjá Reykjavíkurborg

Þróun
Hugbúnaðarlausnir af öllum stærðum og gerðum
Hugbúnaðarlausnir af öllum stærðum og gerðum
Hjá Norda starfar öflugt teymi fram- og bakendaforritara ásamt fjölda annarra sérfræðinga sem vinna saman eins og vel smurð vél. Hvort sem þig vantar smáforrit eða að samþætta flókin kerfi þá getum við fundið hagkvæma lausn sem hentar fyrir þig. Við erum flestum hnútum kunnug en sérhæfum okkur í Node.js, Python og React. Við prófum svo og fínpússum með aðstoð Cypress og BrowserStack til að tryggja gæði og áreiðanleika vörunnar. Í stuttu máli sagt: Leyfðu okkur að græja þetta fyrir þig, við vitum hvað við erum að gera. Í alvöru.
Verkefnastjórnun
Fagleg verkefnastjórnun fyrir hámarksárangur
Fagleg verkefnastjórnun fyrir hámarksárangur
Án verkefnastjóra myndi sennilega lítið gerast. Þau eru vélstjórarnir sem knýja sköpunarskipið áfram. Hæfilega strangir en þó umhyggjusamir leiðtogar sem vita hvað þarf að gera til að allt gangi upp. Á meðan við vinnum hratt og örugglega að þínum lausnum munu verkefnastjórar Norda vera þér innan handar í gegnum allt ferlið. Þau eru boðin og búin að svara öllum þínum spurningum og leggja sig fram við að tryggja blómlegt og skemmtilegt samstarf. Og sjá til þess að skilum öllu af okkur á réttum tíma og förum ekki yfir budget-ið.

Netverslun
Það er skemmtilegra að versla á netinu
Það er skemmtilegra að versla á netinu
Það er deginum ljósara að netverslun er komin til að vera. Ríflega 85% Íslendinga segjast versla reglulega á netinu og allar tölur benda til þess að netverslun eigi bara eftir að aukast með tímanum. Norda getur aðstoðað þig við að rata í hinum flennistóra frumskógi netverslunar. Saman sköpum við svo hugbúnaðarlausn sem hentar þínum þörfum og kemur þér rækilega á kortið.
Gervigreind
Ertu að leita að samkeppnisforskoti með því að innleiða gervigreind?
Ertu að leita að samkeppnisforskoti með því að innleiða gervigreind?
Þar sem gervigreind tækni heldur áfram að þróast og móta framtíð viðskipta er mikilvægt að vera á undan kúrfunni. Teymi sérfróðra ráðgjafa okkar getur hjálpað þér að leiðbeina þér í gegnum ferlið við að innleiða gervigreind í fyrirtækinu þínu, frá því að skilgreina markmið þín til að þróa sérsniðna stefnu og framkvæma hana á áhrifaríkan hátt.