Stóraukin þægindi við innritun barna í grunnskóla

Þegar styrkleikar einstaklinga með ólíkan bakgrunn koma saman gerast töfrarnir.

Framendaforritarar Norda voru hluti af þverfaglegu teymi með starfsmönnum Reykjavíkurborgar; bakendaforriturum, hönnuðum, vörustjórum og verkefnastjórum.

Unnið var út frá þjónustustefnu borgarinnar þar sem notendamiðuð hönnun, fagmennska, skilvirkni og nærþjónusta eru lykilþættir að bættri þjónustu. Skoðaðar voru breytingar á þjónustu í samræmi við reglu- og starfsumhverfi, hagsmunaaðila og þjónustuþætti.

Ráðgjöf

Forritun

Umsókn

Stafræn vegferð

Norda leggur mikið upp úr undirbúningi verkefna og náið samstarf við samstarfsaðila sína. Innritun í grunnskóla Reykjavíkur er frábært dæmi um slíkt. Markmið þessarar fyrstu útgáfu var að bæta upplifun foreldra með skýru ferli, góðri yfirsýn og öflugri upplýsingagjöf.

Ákveðið var að umbreyta ferlinu, gera það gagnsærra og einfaldara. Markmiðið var að upplifun notenda yrði jákvæð, upplýsingaflæðið betra og ferlið allt meira traustvekjandi.

Mikil áhersla var lögð á að bæta upplifun foreldra en til að gera gott betra var jafnframt þróuð gátt fyrir starfsfólk þar sem einfalt er að vinna umsóknirnar áfram og koma upplýsingum áfram eftir því sem við á.

Starfsmannagáttin

Samhliða nýju innritunarferli var hönnuð ný starfsmannagátt fyrir starfsfólk þar sem finna má upplýsingar um öll börn með lögheimili í viðkomandi hverfi. Starfsmenn geta auðkennt sig á öruggan hátt og fengið í gegnum gáttina góða yfirsýn yfir skráningu og stöðu umsókna fyrir hvern skóla. Einnig er hægt að samþykkja eða hafna umsóknum um skólavist utan skólahverfis og senda bréf beint til forsjáraðila svo fátt eitt sé nefnt.

Yfirsýn innan Minna síðna

Með það að markmiði að bregðast við ólíkum þörfum umsóknarferlisins og til þess að byggja upp lausn til framtíðar var ákveðið að setja upp kerfi fyrir umsóknarferli Reykjavíkurborgar, sem verður hægt er að nota við smíð á flóknari umsóknum í framenda Minna síðna.

Þetta kerfi verður hægt að nýta þegar fleiri umsóknarferli bætast við stafræna þjónustu Reykjavíkurborgar.

Samstarfið við Reykjavíkurborg gekk glimrandi vel og við erum spennt að sjá hvað borgin okkar tekur sér næst fyrir hendur á stafrænum vettvangi.

Samstarfið við Norda hefur gengið mjög vel. Starfsfólk hefur reynst okkur vel, eru fljót að klára verk og gera það vel. Forritarar verkefnisins hafa verið okkar 100% fólk, ávallt tilbúin að hjálpa öðrum teymismeðlimum og fá öll okkar meðmæli.

Bjarni Þór Kjartansson & Perla Þrastardóttir - Verkefnastjórar hjá Reykjavíkurborg

Bjarni Þór KjartanssonPerla Þrastardóttir

Verkefnastjórar hjá Reykjavíkurborg