Menning og listir eru ekki forréttindi fárra heldur réttindi allra

Listahátíð í Reykjavík leitaði til Norda með það að markmiði að gera síðu sem stæði vel, væri upplýsandi en fyrst og fremst aðgengileg. Helstu árangursmælikvarðar við uppsetningu vefsins sneru þannig að aðgengi, bæði að upplýsingum og atburðum.

Hönnun

Forritun

Áherslur vefsíðunnar eru tvíþættar, að koma skýrum skilaboðum til fólks áður en hátíðin hefst og á meðan á hátíðinni stendur. Í því felst t.d. gott upplýsingaflæði um staðsetningu og tíma viðburða, hvernig nálgast skuli miða, upplýsingar um aðgengismál og aðrar sértækar upplýsingar.

Hinn póllinn snýr að upplýsingaveitu á milli ára, að upplýsa um eðli hátíðarinnar, fræða og grípa athygli mögulegra gesta. Vefsíðan heldur líka utan um dagskrá eldri hátíða og annað tengt efni sem kann að vekja áhuga gesta.

Litrík, létt og skemmtileg


Helsta áskorun við uppsetningu vefsins sneri að aðgengismálum enda var það talið marka árangur verkefnisins að vefurinn væri aðgengilegur fyrir öll og auðvelt væri að finna það sem leitað er að. Það kom skýrt fram í greiningarvinnu Listahátíðar að "Menning og listir eru ekki forréttindi fárra heldur réttindi allra" sem var leiðarljósið við gerð vefsíðunnar. Útlit hátíðarinnar var hannað af Brandenburg og er litríkt, létt og skemmtilegt rétt eins og hátíðin sjálf.

Ítarleg og vel unnin þarfagreining innan Listahátíðar lagði grunninn að vefsíðunni sem ætlað var að koma til móts við alla helstu markhópa hátíðarinnar. Sú vinna skilaði sér í skemmtilegri og aðgengilegri lausn.

Starfsfólkið sem við höfum unnið með hjá Norda eru öll fagleg, greinandi, með mikla þekkingu og eru alltaf tilbúin til að leita nýrra og skapandi leiða til að leysa áskoranir í vefmálum okkar.

Fjóla Dögg Sverrisdóttir - framkvæmdastjóri Listahátíðar

Fjóla Dögg Sverrisdóttir

framkvæmdastjóri Listahátíðar