bestseller logo

Betra kaupferli og aukið þjónustustig

Bestseller nálgaðist Norda með það að markmiði að útfæra kaupferli hugsað alfarið út frá þægindum notenda. Við settumst niður saman, greindum ferlið og þróuðum ýmsar lausnir sem voru hugsaðar til þess að einfalda notendum lífið. Settar voru upp tengingar við sendingarþjónustu, þróuð var virkni til þess að einfalda vöruskil og að setja greiðslur í bið þar til sannreynt var að vörur væru til. Saman skiluðu þessar lausnir sér í betra kaupferli og jók þjónustustig Bestseller til muna.

Ráðgjöf

Forritun

Vefverslun

Hönnun

Með áherslu á einfaldleika og yfirsýn

Bestseller leitaði til okkar í þeim tilgangi að opna öfluga og fallega vefverslun þar sem verslunarferlið væri einfalt og þægilegt í notkun. Útkoman var skemmtilegur og lifandi vefur þar sem vörurnar fá að njóta sín og viðskiptavinurinn fær fullkomna yfirsýn yfir það sem Bestseller hefur upp á að bjóða.

Við hjá Bestseller setjum viðskiptavini okkar ávallt í fyrsta sæti og það gerir Norda svo sannarlega líka. Eftir margra mánaða vinnu setti Norda, í mars 2020, í loftið eina öflugustu netverslun landsins. Síðan þá hefur það reynst okkur ómetanlegt að geta treyst á að starfsfólk Norda sé alltaf reiðubúið að nýta þekkingu sína og reynslu til að leysa vandamál og takast á við ný og spennandi verkefni með okkur.

Andri Thor - netverslunarstjóri

Andri Thor

netverslunarstjóri

Tískuvöruverslun í öðrum gæðaflokki

Bestseller er ein stærsta tískuvörusamsteypa landsins og inniheldur verslanir á borð við Vero Moda, Vila, Selected, nameit og Jack&Jones. Fyrirtækið rekur tíu verslanir í Kringlunni og Smáralind. Bestseller leitaði til okkar til þess að finna leið til þess að tengja allar verslanirnar saman í eina fjölbreytta vefverslun fyrir allar þær vörur sem þau hafa upp á að bjóða.