Stórglæsileg vefverslun

SS, Holta og Hollt&Gott eru rótgróin fyrirtæki með árangursríka sögu, gott orðspor og traustan hóp ánægðra viðskiptavina. Matarstræti er ný og stórglæsileg vefverslun sem sameinar vöruúrval þessara fyrirtækja og gefur veitingahúsum og mötuneytum tækifæri á að nálgast fjölbreytt úrval matvöru á einum stað.

Ráðgjöf

Forritun

Vefverslun

Hönnun

Þægilegt viðmót og sveigjanleiki

Vefverslunin þjónustar stóreldhús af öllum stærðargráðum og er þægilegt viðmót og sveigjanleiki í uppsetningu vöruflokka og viðskiptavina einn þeirra þátta sem aðstandendur verslunarinnar hafa í forgrunni. Sértæk uppsetning á viðskiptavinum verslunarinnar gefur aðstandendum Matarstrætis möguleika á að tengja notendur með mismunandi réttindi við eitt eða fleiri fyrirtæki, sem og að stýra afsláttarkjörum og öðrum réttindum eins og best er á kosið.

Að auki hafa umsjónarmenn verslunarinnar fulla stjórn á uppsetningu vöruflokka, geta tengt vörur við vöruflokka eins og þeim þykir best og útbúið vöruflokkasíður sem miða að ákveðnum vörutegundum eða ákveðnum tyllidögum. Vöruúrvalið er mikið og fjölbreytt en vefverslunin tekst á við þetta mikla úrval með miklum sóma og viðheldur góðum viðbragðstíma þrátt fyrir aukið álag og aukna umferð á síðuna.