Aukin yfirsýn íbúa Reykjavíkur með sorphirðudagatali

Sorphirða borgarinnar hefur löngum legið þungt á sumum íbúum. Borgarbúar vilja vita hvenær tunnur þeirra verða næst tæmdar og hvar íbúar geta losað sig við annað sorp.

Borgin brá því á það ráð að útbúa lausn sem veitir íbúum á einfaldan máta yfirsýn yfir sorphirðulosun við þeirra heimili. Við hjá Norda ásamt gagnateymi borgarinnar þróuðum lausnina sem hluta af langvarandi og farsælu samstarfi við Reykjavíkurborg. Úr varð sorphirðudagatal Reykjavíkur sem við kynnum hér stolt.

Forritun

UX

Hönnun

Ráðgjöf

Sorphirðudagatalið

Með lausninni er komin upp leitarvél með öllum staðföngum Reykjavíkurborgar sem tengir hvert þeirra við viðeigandi sorphirðuhverfi. Notandi skrifar inn heimilisfang sitt og fær eftirfarandi upplýsingar fyrir hverfið:


Til að kynna þér lausnina betur smelltu hér.


Ávinningur

Fyrir tíð dagatalsins þurfti að setja handvirkt upp áætlun sorphirðulosunar fyrir ár hvert. Öllum breytingum á áætlun, sem óhjákvæmilega eiga sér stundum stað, fylgdi því talsverð vinna og óþægindi. Með tengingu milli kerfa sorphirðunnar og þessarar lausnar uppfærist nú sorphirðudagatalið sjálfkrafa án aðkomu sérfræðinga.

Með auknu aðgengi að upplýsingum og öðrum gögnum borgarinnar fækkar jafnframt símhringingum í þjónustuver.

Þetta leiðir af sér mikinn tímasparnað í hönnun á dagatölum, bætta upplifun borgarbúa og aukið gagnsæi í sorphirðu.

Samstarfið við Norda hefur gengið mjög vel. Starfsfólk hefur reynst okkur vel, eru fljót að klára verk og gera það vel. Forritarar verkefnisins hafa verið okkar 100% fólk, ávallt tilbúin að hjálpa öðrum teymismeðlimum og fá öll okkar meðmæli.

Bjarni Þór Kjartansson & Perla Þrastardóttir - Verkefnastjórar hjá Reykjavíkurborg

Bjarni Þór KjartanssonPerla Þrastardóttir

Verkefnastjórar hjá Reykjavíkurborg