


Fasteignaskrá fyrir alla landsmenn
Það fór líklegast ekki fram hjá neinum að í vor birti Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fasteignamat 2026. Við hjá Norda vorum með stórt hlutverk fyrir birtinguna, að sjá um greiningarvinnu, hönnun og forritun á nýju viðmóti fyrir Fasteignaskrá HMS og koma henni fyrir á vefsíðu HMS sem hefur verið í stöðugri þróun hjá okkur síðan 2021.
Ráðgjöf
Forritun
Hönnun
Vefur






HMS
Með þessu er nú komin sérhæfð fasteignaleit á hms.is vefinn ásamt því að við tvinnuðum saman heimilisfangaleit í núverandi almennu leit HMS vefsins. Auk þess má nú sjá ítarlegri upplýsingar um hverja eign fyrir sig, svo sem matseiningar og notkunareiningar hverrar eignar ásamt nánara niðurbroti á hverri einingu fyrir sig. Einnig má nú sjá upplýsingar um landeign og prósentuhækkun á fasteignamatinu.
Stór hluti af nýju fasteignaskránni var að bæta við kortalausn til hliðar við upplýsingarnar.Þetta auðveldar til muna aðgengi að þeim fasteignum sem eru í kringum eignina sem leitað er að. Þetta kort var byggt á Vefsjá landeigna sem við þróuðum aðeins áfram síðustu jól þegar við bættum þangað inn áætlun eignamarka.
Með þessu getur notandi leitað að sinni eign, skoðað allar upplýsingar um hana, og jafnvel kíkt aðeins á stöðuna hjá nágranna sínum. Hægt er síðan að óska eftir endurmati á brunabótamati og fasteignamati ef eitthvað stemmir ekk
Hér kemur quote
starfsmaður - starfstitill
starfstitill
Gott aðgengi upplýsinga mikilvægt
Samband íslenskra sveitarfélaga vinnur að eflingu sveitarfélaganna og hagsmunamálum þeirra. Sambandið sinnir mikilvægu fræðslu- og samræmingarhlutverki ásamt hagsmunagæslu bæði gagnvart íslenska ríkinu og öðrum aðilum. Það gefur auga leið að með svo umfangsmikla starfsemi þurfi vefsíða Sambandsins að vera í stakk búin til að spila stórt hlutverk í þeirra verkefnum en heimsóknir á vefinn eru að meðaltali 15 þúsund í hverjum mánuði.
Nýr samband.is fór í loftið í haust og hefur fengið frábær viðbrögð. Við hjá Norda erum þakklát fyrir ánægjulegt samstarf með Sambandinu og vel heppnaðan vef sem uppfyllir þau markmið sem skilgreind voru í upphafi.