Umbreyting á umsóknarferlum hins opinbera

Undanfarin ár höfum við tekið þátt í því að umbreyta umsóknarferlum hins opinbera með því að leiða þróun umsóknarkerfis fyrir Stafrænt Ísland.

Markmið umsóknarkerfisins er samræma fjölbreytt umsóknarferli sem liggja innan opinberra stofnana og sveitarfélaga í eitt notendavænt og skilvirkt kerfi, þar sem hægt er að sækja um og fylgjast með framgangi sinna umsókna á einum stað á Ísland.is.

Ráðgjöf

Forritun

Hönnun

Vefur

Betri upplifun fyrir notendur og stofnanir

Teymi Sambandsins leitaði til Norda í þörf eftir nýrri vefsíðu. Umsóknarkerfið er hannað til þess að ná utan um allar helstu tegundir opinberra umsókna og samræma þannig og bæta upplifun notenda þvert á stofnanir. 

Kerfið gerir notendum kleift að afgreiða sín mál hvar og hvenær sem er á Mínum síðum. Þetta veitir stofnunum betri yfirsýn, fækkar handtökum og minnkar pappírsmagn - útkoman er skjótari, nákvæmari og faglegri þjónusta sem sparar bæði tíma og kostnað.

Framtíðarlausn fyrir alla landsmenn

Við höfum unnið að verkefninu í nánu samstarfi við Stafrænt Ísland , fyrirtæki, stofnanir og aðra opinbera aðila. Okkar áhersla hefur verið á að festa umsóknarkerfið í sessi sem eina af kjarnaþjónustum Ísland.is. Þar höfum við lagt áherslu á öryggi, áreiðanleika og sjálfvirknivæðingu, sem tryggir að kerfið haldi áfram að vaxa og þróast með nýjum lausnum.

Í dag eru um 340 umsóknarferli aðgengileg á Ísland.is , þeim fjölgar hratt og hafa yfir 1.000.000 umsóknir þegar verið afgreiddar. Augljóst er að um virkilega vel heppnað stafrænt verkefni er að ræða og verður spennandi að fylgjast með áframhaldandi vexti og þróun umsóknarkerfis Stafræns Íslands.

Norda er eitt þeirra teyma sem Stafrænt Ísland hefur leitað mikið til á sinni vegferð og treyst fyrir nokkrum af stærstu verkefnum undanfarinna ára. Tilfinningin er að við getum treyst Norda fyrir hverju því verkefni sem við leggjum fyrir þau.

Vésteinn Viðarsson - vörustjóri

Vésteinn Viðarsson

vörustjóri