Áhersla á einfaldleika og gott aðgengi við þróun vefsíðu HMS

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) gegnir lykilhlutverki í opinberri stjórnsýslu með umfangsmikla starfsemi um land allt. Þegar starfsemi spannar svo vítt svið er gríðarlega mikilvægt að veita vettvang fyrir skilvirka upplýsingamiðlun og aðgengi að stafrænni þjónustu.

Við hönnun og þróun á vefsíðu HMS höfðum við þessi atriði sérstaklega í huga og lögðum áherslu á notendavænt umhverfi, gott aðgengi og samræmi, þrátt fyrir fjölbreytt efni og umfang vefsins.

Ráðgjöf

Forritun

Hönnun

Vefur

Gott aðgengi upplýsinga mikilvægt

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) er opinber stofnun sem hefur stækkað og útvíkkað starfsemi sína gríðarlega undanfarin ári.  Stækkunin hefur m.a. falist í sameiningu Íbúðalánasjóð og Mannvirkjastofnunar ásamt innkomu Fasteignaskrár. HMS starfar að stjórnsýsluverkefnum á sviði húsnæðismála, mannvirkjamála, rafmagnsöryggismála og brunavarna, fer með samhæfingarhlutverk opinberrar markaðsgæslu, og rekur fasteignaskrá ásamt því að sinna verkefnum því tengdu.

Það gefur auga leið að með svo víðfeðma starfsemi sem dreifð er um allt land í mörgum deildum þá er gríðarlega brýnt að aðgengi upplýsinga sé gott. Það er mikilvægt bæði fyrir almenning og jafnt sem starfsfólk til að auka skilvirkni.

Auk þessa hefur HMS metnaðarfulla framtíðarsýn en eitt markmið þeirra er að vera leiðandi í opinberri þjónustu, stafrænum lausnum, miðlun upplýsinga, samstarfi og nýsköpun. Vefsíða HMS er lykilþáttur í þeirri vegferð. Nauðsynlegt er að notandi upplifi á vefnum sameiginlega stefnu og markmið stofnunarinnar þrátt fyrir fjölbreytt efni og umfangsmikinn vef.

Samvinna og upplýsingaflæði lykilþáttur

Við hönnun og þróun hms.is var einblínt á leiðakerfi, aðgengismál, leitarvirkni o.fl. Notendahópurinn er stór og fjölbreyttur, álagspunktar algengir og því þarf vefurinn að þola mikla umferð. Fjölmargir aðilar komu að þróun vefsins og ýmsar ytri þjónustur eru tengdar við hann til að birta gögn og upplýsingar. Samvinna, reglulegir stöðufundir og gott upplýsingaflæði er lykilþáttur í farsælu samstarfi okkar við HMS.

Frá fyrstu útgáfu vefsins hafa stöðugar umbætur átt sér stað vegna sameininga og stefnubreytinga innan HMS. Þetta skapar skemmtilegar áskoranir fyrir teymi Norda því mikilvægt í þeirri vinnu að tapa ekki samræmi innan vefsins, halda í einfaldleikann og pússla saman mismunandi einingum frá ólíkum aðilum til að skapa notendavænar lausnir og auka þjónustustig. Það er óhætt að segja að við hlökkum til áframhaldandi samstarfs.

Samstarf HMS við Norda hefur gengið mjög vel sem er mikilvægt þar sem verkefnin hafa verið fjölbreytt. Við höfum upplifað að starfsfólk Norda búi yfir mikilli sérfræðiþekkingu við gerð vefsíðna og veflausna og hafa komið með góðar lausnir með það í huga að einfalda líf notenda, sem og starfsfólks HMS.

Eiríkur Örn Þorsteinsson - sérfræðingur í miðlun hjá HMS

Eiríkur Örn Þorsteinsson

sérfræðingur í miðlun hjá HMS