Nýtt skráningarkerfi fyrir Landsnet

Teymi  frá Norda í samvinnu við sérfræðinga hjá Landsneti komu saman að þróun Dynks.  Markmið Dynks er að einfalda skráningar og veita nákvæma yfirsýn yfir bilanir í raforkukerfinu. Kerfið býður upp á skilvirkari leiðir til að skrá, greina og skýra frá bilunum, með það að markmiði að tryggja öryggi og áreiðanleika gagna. Notendaupplifun var sett í algjöran forgang til þess að allir starfsmann stjórnstöðvar geti skráð tilvik í kjölfar truflunar á einfaldan hátt, þar sem öryggi, nákvæmni og skilvirkni eru í fyrirrúmi.

Greiningarvinna

Hönnun

Forritun

Notendaupplifun

Dynkur er nýtt viðmót fyrir skráningar á truflunum sem verða í kerfi Landsnets. Viðmótið er bæði einfalt og notendavænt. Kerfið fékk á fundi teymisins nafn þessa fallega foss í Þjórsá en Landsnet hefur notað heiti á fossum á hin ýmsu kerfi innanhúss og þótti tilvalið að láta nýtt skráningarkerfi fylgja þeirri góðu hefð. Fossinn byggist upp af mörgum smáfossum sem til saman mynd eitt fossakerfi, ekki ósvipað þeim mörgu öngum sem ein truflanaskráning samanstendur af.

Landsnet sér um stórnun á raforkuflutning og samræmingu í öllu raforkukerfinu á Íslandi.. Þar starfar fjölbreyttur hópur sérfræðinga sem vinna að verkefnum sem snúa að uppbyggingu, þróun og rekstri raforkukerfisins. 

Truflanir eru hluti af daglegum rekstri raforkukerfisins en yfirleitt verða notendur ekki varir við þær þó undantekning sé auðvitað þar á. Hver truflun felur þó í sér vinnu sem stýrt er af stjórnstöð Landsnets sem er stjórnstöð í samskiptum við framleiðendur, dreifiveitur og aðra eins og við á. 

Gögnin á bak við þessari truflanir eru viðamikil og flókin og skráningarferlið hefur löngum hægt á skilvirkni sérfræðinganna í stjórnstöð, bæði vegna þess hve hver tímaskráning var tímafrek og eins hve viðmótið var flókið og því einungis á valdi örfárra starfsmanna að sinna þessu annars mikilvæga verkefni.